logo

Samstarf Slippsins Akureyri og Grænafls ehf. í orkuskiptum smábáta

29. september 2024

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Slippsins Akureyri og Grænafls ehf. á Siglufirði um þróunarverkefni í orkuskiptum smábáta þar sem markmiðið er að núverandi vélbúnaði fiskibáta sem brenna olíu verði skipt út og í hans stað komi rafmagnsbúnaður eða blendingsvélbúnaður (hybrid). 

Samstarfssamningur hefur verið undirritaður milli Slippsins Akureyri og Grænafls ehf. á Siglufirði um þróunarverkefni í orkuskiptum smábáta þar sem markmiðið er að núverandi vélbúnaði fiskibáta sem brenna olíu verði skipt út og í hans stað komi rafmagnsbúnaður eða blendingsvélbúnaður (hybrid). Grænafl ehf. hefur á undanförnum misserum unnið að verkefninu með framleiðendum slíks búnaðar í Suður-Kóreu og er samstarfssamningurinn við Slippinn Akureyri liður í viljayfirlýsingu sem er fyrirliggjandi og Korean Maritime Institute leiðir fyrir hönd kóreskra samstarfsaðila. 

Samstarfið við Slippinn Akureyri stór áfangi
Kolbeinn Óttarsson Proppé, framkvæmdastjóri Grænafls ehf., segir það stóran áfanga fyrir verkefnið að fá Slippinn Akureyri að borðinu með þá sérfræðiþekkingu og verkkunnáttu sem fyrirtækið búi yfir. Áformað er að í vetur verði unnið að breytingum á fyrstu tveimur bátunum, annars vegar báti sem að fullu verði knúinn rafmagni og hins vegar báti með blendingsvélbúnaði. 
„Öllum er ljóst að tími olíubrennslu mun líða undir lok á næstu árum og áratugum og orkuskipti munu verða í fiskibátum og skipum líkt og öðrum atvinnugreinum. Þess vegna er fagnaðarefni að fá til liðs við okkur samstarfsaðila hér heima á Íslandi í því verkefni okkar að hrinda af stað orkuskiptum í minni bátum. Og ekki síst skiptir miklu máli fyrir okkur að fá til samstarfs reynslumikið fyrirtæki á skipaþjónustusviðinu, líkt og Slippurinn Akureyri er,“ segir Kolbeinn. 
Von er á sendinefnd frá samstarfsaðilunum í Suður-Kóreu í október. Í þeirri heimsókn er áformað að undirbúa með starfsmönnum Grænafls og Slippsins Akureyri hvernig þróunarvinnunni í verkefninu verður háttað í vetur. Kolbeinn segir að þegar kemur að hinum eiginlegu breytingum á bátunum komi starfsmenn frá Suður-Kóreu til að vinna með íslensku fyrirtækjunum tveimur.
„Okkar draumur er að sjá þessa tvo fyrstu báta komna á sjó snemma næsta sumar og vonandi rætist hann,“ segir Kolbeinn. 

Hluti af framtíðinni
Páll Kristjánsson, framkvæmdastjóri Slippsins Akureyri, segir verkefnið áhugavert fyrir fyrirtækið og orkuskiptin hluta þeirrar framtíðar sem við blasi í fiskiskipaútgerð á Íslandi og um allan heim.
„Við höfum yfir að ráða mannauði, aðstöðu og sérþekkingu í öllum þáttum skipaþjónustu og viljum vera virkir þátttakendur í orkuskiptum í sjávarútvegi. Þarna fáum við tækifæri til að fylgja slíku þróunarverkefni frá grunni í rafvæðingu smábáta, sem er mikilvægt fyrir uppbyggingu þekkingar hér á landi og starfa innanlands á þessu sviði orkuskipta. Um leið tökum við því tækifæri fagnandi að geta með þessum hætti stutt með okkar reynslu og aðstöðu við bakið á því nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki á okkar nærsvæði sem Grænafl ehf. á Siglufirði er,“ segir Páll en að hans mati blasir við að til framtíðar muni vélar og vélbúnaður verða knúin blandaðri orkugjöfum en er í dag. Kröfur umheimsins séu að breytast og áherslur á endurnýjanlega orkugjafa hafi aukist verulega. Sú staðreynd muni knýja fram breytingar á aflgjöfum. 
„Þróunin er víða hafin og við erum nú til dæmis nú þegar í þróunarverkefni í stærra skipi þar sem er verið að reyna nýja orkugjafa. Verkefnið með Grænafli fyrir smábátaflotann er þróun í sömu átt. Þetta er hluti af framtíðinni,“ segir Páll.

2. apríl 2025
New Handfilleting Line from DNG
2. apríl 2025
Ný handflökunarlína frá DNG
28. mars 2025
Stephen Merricks, tæknistjóri hjá Abyss AS í Kristiansund, um borð í Fosnafjord
28. mars 2025
Stephen Merricks, Technical Manager at Abyss AS in Kristiansund.
20. mars 2025
Smíði búnaðarins er á lokametrunum og fljótlega munum við hefjast handa við uppsetningu búnaðarins um borð í skipinu. „Smíðin á vinnslubúnaðinum hefur gengið vel og við stefnum á að skipið verði klárt fyrir páska segir Magnús Blöndal, sviðsstjóri DNG Vinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri. „Starfsfólk Hraðfrystihússins hafa lagt fram mikið af gagnlegum ábendingum í hönnunarferlinu sem skipta sköpum fyrir lokaútfærsluna." Hildur SH 777, sem var smíðuð í Danmörku árið 2019, er 33,25 metra löng og 9,4 metra breið. Þetta öfluga skip er sérhannað fyrir bæði tog- og dragnótaveiðar og gegnir lykilhlutverki í bolfiskveiðum fyrirtækisins. Örvar Ólafsson, útgerðarstjóri Hraðfrystihúss Hellissands, segir miklar vonir bundnar við nýja vinnsludekkið: „Við búumst við góðri aukningu í afköstum og betri nýtingu aflans. Samstarfið við Slippinn Akureyri hefur gengið afar vel og við hlökkum til að hefja veiðar með nýjum vinnslubúnaði."  Fjárfestingin í nýja vinnsludekkinu samræmist framtíðarsýn Hraðfrystihúss Hellissands um sjálfbæra og hagkvæma vinnslu sjávarafurða, sem hefur einkennt starfsemi fyrirtækisins í meira en sjö áratugi. Slippurinn Akureyri hefur áratuga reynslu í hönnun og framleiðslu vinnslubúnaðar fyrir fiskiskip og leggur áherslu á gæðalausnir sem styðja við umhverfisvæna og arðbæra útgerð.
11. mars 2025
Í desember og janúar var lokið við uppsetningu nýs búnaðar úr vörulínu DNG Vinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri ehf. hjá tveimur viðskiptavinum, annars vegar í lifrarvinnslu Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Súðavík og hins vegar í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði. Óli Björn Ólafsson, verkefnastjóri hjá starfsstöð Slipp­ins Akureyri í Hafnarfirði, segir verkefnin hafa gengið mjög vel og að þau endurspegli það víðfeðma svið í hönnun, framleiðslu og uppsetningu vinnslubúnaðar sem fyrirtækið þjónustar. Sérhæfður búnaður fyrir lifrarvinnslu HG Í Súðavík hefur niðursuða á þorsklifur verið starfrækt um 20 ára skeið en þar áður var rekin rækjuvinnsla í húsinu. Hraðfrystihúsið-Gunnvör starfrækir lifrarniðursuðuna en DNG Vinnslubúnaður annaðist hönnun, framleiðslu og smíði á sérstöku hitabaði, síutromlu, varmaskiptum og hitastýringum en hitastýring er einn af lykilþáttum í lifrarvinnslu sem þessari. „Þetta verkefni er dæmi um sérhæfðan búnað í okkar fjölbreyttu vörulínu. Við tökumst á við margs konar verkefni í smíði búnaðar fyrir vinnslu sjávarfangs, hvort heldur er vinnsla botnfisks, eldisfisks, rækju eða sérhæfðari vinnsla á borð við hrogn og lifur,” segir Óli Björn en uppsetningu búnaðarins í Súðavík lauk nú í janúarmánuði. „Við erum afar stolt af þessu verkefni í Súðavík og þökkum Hraðfrystihúsinu-Gunnvör fyrir það traust sem fyrirtækið sýndi okkur í því.” Ný snyrtilína í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis Önnur sérhæfð vinnsla er bleikjuvinnsla Samherja fiskeldis í Sandgerði en þar var lokið uppsetningu á nýrri snyrtilínu frá DNG Vinnslubúnaði í desembermánuði. Þetta er fjórða snyrtilínan í húsinu en þær fyrri voru framleiddar af Martaki í Grindavík, forvera núverandi starfsstöðvar Slipp­ins Akureyri í Hafnarfirði. Óli Björn segir að markmiðið með þessari línu sé að mæta aukinni framleiðslu í húsinu sem nemur 1000-1200 tonnum á ári en ársframleiðsla hefur verið um 3000 tonn síðustu ár. Sem kunnugt er er bleikjuvinnslan Samherja fiskeldis í Sandgerði ein sú fullkomnasta í heimi en þar eru framleiddar bæði ferskar bleikjuafurðir og laustfrystar vakúmpakkaðar afurðir. „Við erum mjög ánægð með útkomu nýju snyrtilínunnar í Sandgerði. Það er alltaf krefjandi að koma fyrir nýjum búnaði inni í vinnslu og mikilvægt að menn séu hugmyndaríkir að nýta rýmið vel. Bleikjuvinnslan í Sandgerði er hátæknivinnsla sem er með þessum búnaði frá okkur orðin enn betur búin,” segir Óli Björn.
Fleiri færslur
Share by: