4602900
slipp@slipp.is
DNG by Slippurinn framleiðir fjölbreytta línu vinnslubúnaðar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og leggur áherslu á gæði og sérhæfingu.
Verkefnin sem DNG tekur að sér eru afar fjölbreytt og fela í sér margvíslegar lausnir. Má þar nefna flokkara, karakerfi, blæði- og kælilausnir, lestarkerfi og heildstæða vinnslukerfi, bæði fyrir sjó- og landvinnslur. Þetta tryggir sveigjanleika og hámarks afköst fyrir viðskiptavini.
Promas framleiðsluhugbúnaður frá DNG Vinnslubúnaði er sérhannaður fyrir fiskvinnslutæki og eykur afköst og nákvæmni í vinnsluferlum. Hugbúnaðurinn veitir rauntímastýringu og greiningar, sem auðvelda eftirlit og hámarka nýtingu hráefnis. Notendavænt viðmót gerir kerfið auðvelt í notkun, og skýrslugerðir eru einfaldar og skilvirkar, sem bætir eftirlit og aðgengi að upplýsingum.
Með Promas geta fiskvinnslufyrirtæki aukið framleiðslugetu, tryggt nákvæmni og bætt gæði afurða.