logo

Um okkur

Slippurinn Akureyri ehf.

Slippurinn Akureyri er leiðandi skipasmíðastöð á Íslandi með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsemi á Suðurlandi og í Noregi. Fyrirtækið rekur upptökumannvirki og viðgerðarstöð fyrir skip og sérhæfir sig í hvers konar málmsmíði, vélsmíði, vélaviðgerðum, rennismíði og skipasmíðum. Auk þess rekur það trésmíðaverkstæði, sand-/vatnsblástur og málun. Fyrirtækið býður einnig upp á breiða varahluta- og verkfæraverslun sem er vel metin í greininni.


Skipaþjónusta Slippsins annast viðhald, viðgerðir og endurbætur fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Þjónustan nær yfir hönnun, endurnýjun og viðhald á skipum og búnaði þeirra. Fyrirtækið hefur á undanförnum árum víkkað út þjónustu sína með aukinni áherslu á smíði fiskvinnslubúnaðar undir vörumerkinu DNG by Slippurinn Akureyri. DNG er leiðandi í framleiðslu háþróaðra rafmagnsvinda og öðrum fiskvinnslulausnum fyrir sjávarútveg, bæði á sjó og landi.


Slippurinn Akureyri skiptist í fjögur lykilsvið sem tryggja fjölbreytta þjónustu:


Skipaþjónustusvið sinnir viðhaldi og upptekt skipa ásamt stálsmíði, vélaviðgerðum, trésmíði, sand-/vatnsblæstri og málun. Sviðið býður heildarlausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og sérhæfir sig í hönnun, endurnýjun og viðhaldi skipa.


Fiskeldissvið einbeitir sér að verkefnum innan fiskeldisgeirans, aðallega við fiskeldisstöðvar á landi. Þessi deild býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu og veitir lausnir og ráðgjöf til fiskeldisfyrirtækja.


DNG Færavindusvið framleiðir háþróaðar rafmagnsvindur, sem auka fjölbreytni í vöruframboði Slippsins og þjóna sjávarútveginum á fjölbreyttan hátt. DNG er brautryðjandi í þessum geira.


DNG Vinnslulausnir sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu fiskvinnslubúnaðar undir merkinu DNG. Þetta svið veitir úrvals viðhaldsþjónustu fyrir sjávarútveginn, jafnt á sjó sem landi, og býður heildarlausnir fyrir fiskvinnslur.

Slippurinn Akureyri er með breiða vörulínu og tekur að sér fjölbreytt verkefni fyrir sjávarútveginn, sem tryggir að fyrirtækið haldi stöðu sinni sem leiðandi aðili á sínu sviði.

  • Mannauður

    Starfsmenn Slippsins Akureyri eru um 160 talsins. Í þeim hópi eru m.a. rennismiðir, stálsmiðir, trésmiðir, tækjamenn, verkamenn, vélvirkjar, rafvirkjar, rafeindavirkjar, forritarar, hönnuðir, verkfræðingar osfrv. Helstu þættir í þjónustu og vöruframboði Slippsins Akureyri eru slipptökur, þvottur og málun, vélaupptökur, skrúfuviðgerðir, stálviðgerðir, innréttingasmíði og ryðfrí smíði á fiskvinnslubúnaði. 

  • Allt á einum stað

    Ef sérfræðingarnir finnast ekki innan okkar vébanda köllum við til einhver af okkur frábæru samstarfsfyrirtækjum, því við leggjum mikið upp úr slagorðinu gamla og góða, sem einhver smíðaði um árið: ”Allt á einum stað!” Viðskiptavinurinn á ekki að þurfa að leita lengra en til okkar því við bjóðum heildarlausn á þeim verkefnum sem við blasa hverju sinni.

Share by: