logo

DNG Færavindur

Færavindan

Færavindur DNG hafa leikið stórt hlutverk á undanförnum árum í framþróun handfæraveiða og eru mikil tímamót nú þegar fyrirtækið er komið fram með nýja kynslóð af vindu sem heitir R1 en næsta kynslóð á undan var C6000 vindan sem kom fyrst á markað árið 1995.


Mótor vindunnar er sérhannaður af DNG fyrir færaveiðar, ekki er þörf fyrir kúplingu eða gír heldur er girnishjólið fest beint á mótoröxulinn. Mótorinn er svokallaður burstalaus þrepamótor. Engin kol eru inn á anker mótorsins heldur er hann útbúinn síseglum. Slitfletir eru einungis á tveimur legum í öxulendunum og viðhald þess í lágmarki.

  R1 Færavindan

  • Háskerpuskjár.
  • Keyrir hljóðlaust, engin hávaði.
  • Mikil afköst.
  • Lítil rafmagnsnotkun, vinnur bæði á 12V og 24V jafnstraums rafkerfum.
  • Algerlega vatnsþétt.
  • WiFi samskipti milli færavindanna.
  • Innbyggðar stillingar fyrir vinsælar fisktegundir.
  • Fiskleitarkerfi.
  • Hægt að aðlaga nánast öllum aðstæðum.
  • Notandi getur sett inn sínar eigin stillingar.
  • Veiðikerfi fyrir smokkfisk og makríl.
  • Fjaraðstoð fyrir stilllingar og notkun.

Eiginleikar

Handbækur og leiðbeiningar

DNG myndbandið í fullri lengd

Share by: