logo

DNG R1 færavindur rokseljast á ICEFISH 2024

28. september 2024

Nýja færavindan frá DNG Færavindum, sem heitir DNG R1, hefur rokselst á IceFish 2024 sjávarútvegssýningunni sem lýkur í dag.

Nýja færavindan frá DNG Færavindum, sem heitir DNG R1, hefur rokselst á IceFish 2024 sjávarútvegssýningunni sem lýkur í dag. Að sögn Péturs Veigars Karlssonar sölufulltrúa DNG Færavinda hafa í heildina selst á fjórða tug vinda á sýningunni og straumur manna verið í bás DNG Færavinda á sýningunni.

Pétur segir að nú þegar hafi selst um 20 færavindur og í heildina geti þetta orðið 34 vindur þegar sýningunni lýkur seinna í dag. Það sé mikill áhugi á nýju vindunni og þessi sala hafi farið fram í gær og í dag.

„Hjá DNG Færavindum fengum við til okkar í básinn yfir 100 manns í gær og annað eins í dag. Mest eru þetta strandveiðimenn sem koma til okkar en líka þeir sem eru á kvóta. Líklega er 90% okkar gesta hjá DNG Færavindum strandveiðimenn,” segir Pétur Veigar.

Nýlega kom ný vinda á markaðinn, R1, sem leysir af hólmi DNG 6000 vinduna. Sú vinda var í framleiðslu frá 1995 til 2022. „Það er búið að nútímavæða vinduna með R1 útgáfunni. Það er Wi-Fi tenging á henni og þær tala saman auk þess sem hún er með öðrum skjá og mun betra viðmóti. Við reynum líka að halda uppi góðri þjónustu og allt skilar þetta sér í aukinni eftirspurn,” segir Pétur Veigar.

Fjórar færavindur eru leyfðar í strandveiðibátum og dæmi margir eru að kaupa fleiri en eina. Einum var til dæmis seldar fjórar vindur í einu og svo komu aðilar á básinn í morgun og keyptu fjórar vindur á bát sem þeir eru með í smíðum.

Menn þurfa þó ekki að örvænta því ennþá á DNG Færavindur 50 stykki á lager og framleiðslugetan norður á Akureyri er líka góð, eða allt að 200 vindur á ári. Verið er að auka framleiðslugetuna töluvert fyrir næsta ár. En vindurnar seljast líka út fyrir landsteinana, mest til Noregs, Skotlands og norður Ameríku. 

Nánari upplýsingar: petur@dng.is
2. apríl 2025
New Handfilleting Line from DNG
2. apríl 2025
Ný handflökunarlína frá DNG
28. mars 2025
Stephen Merricks, tæknistjóri hjá Abyss AS í Kristiansund, um borð í Fosnafjord
28. mars 2025
Stephen Merricks, Technical Manager at Abyss AS in Kristiansund.
20. mars 2025
Smíði búnaðarins er á lokametrunum og fljótlega munum við hefjast handa við uppsetningu búnaðarins um borð í skipinu. „Smíðin á vinnslubúnaðinum hefur gengið vel og við stefnum á að skipið verði klárt fyrir páska segir Magnús Blöndal, sviðsstjóri DNG Vinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri. „Starfsfólk Hraðfrystihússins hafa lagt fram mikið af gagnlegum ábendingum í hönnunarferlinu sem skipta sköpum fyrir lokaútfærsluna." Hildur SH 777, sem var smíðuð í Danmörku árið 2019, er 33,25 metra löng og 9,4 metra breið. Þetta öfluga skip er sérhannað fyrir bæði tog- og dragnótaveiðar og gegnir lykilhlutverki í bolfiskveiðum fyrirtækisins. Örvar Ólafsson, útgerðarstjóri Hraðfrystihúss Hellissands, segir miklar vonir bundnar við nýja vinnsludekkið: „Við búumst við góðri aukningu í afköstum og betri nýtingu aflans. Samstarfið við Slippinn Akureyri hefur gengið afar vel og við hlökkum til að hefja veiðar með nýjum vinnslubúnaði."  Fjárfestingin í nýja vinnsludekkinu samræmist framtíðarsýn Hraðfrystihúss Hellissands um sjálfbæra og hagkvæma vinnslu sjávarafurða, sem hefur einkennt starfsemi fyrirtækisins í meira en sjö áratugi. Slippurinn Akureyri hefur áratuga reynslu í hönnun og framleiðslu vinnslubúnaðar fyrir fiskiskip og leggur áherslu á gæðalausnir sem styðja við umhverfisvæna og arðbæra útgerð.
11. mars 2025
Í desember og janúar var lokið við uppsetningu nýs búnaðar úr vörulínu DNG Vinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri ehf. hjá tveimur viðskiptavinum, annars vegar í lifrarvinnslu Hraðfrystihússins-Gunnvarar í Súðavík og hins vegar í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis í Sandgerði. Óli Björn Ólafsson, verkefnastjóri hjá starfsstöð Slipp­ins Akureyri í Hafnarfirði, segir verkefnin hafa gengið mjög vel og að þau endurspegli það víðfeðma svið í hönnun, framleiðslu og uppsetningu vinnslubúnaðar sem fyrirtækið þjónustar. Sérhæfður búnaður fyrir lifrarvinnslu HG Í Súðavík hefur niðursuða á þorsklifur verið starfrækt um 20 ára skeið en þar áður var rekin rækjuvinnsla í húsinu. Hraðfrystihúsið-Gunnvör starfrækir lifrarniðursuðuna en DNG Vinnslubúnaður annaðist hönnun, framleiðslu og smíði á sérstöku hitabaði, síutromlu, varmaskiptum og hitastýringum en hitastýring er einn af lykilþáttum í lifrarvinnslu sem þessari. „Þetta verkefni er dæmi um sérhæfðan búnað í okkar fjölbreyttu vörulínu. Við tökumst á við margs konar verkefni í smíði búnaðar fyrir vinnslu sjávarfangs, hvort heldur er vinnsla botnfisks, eldisfisks, rækju eða sérhæfðari vinnsla á borð við hrogn og lifur,” segir Óli Björn en uppsetningu búnaðarins í Súðavík lauk nú í janúarmánuði. „Við erum afar stolt af þessu verkefni í Súðavík og þökkum Hraðfrystihúsinu-Gunnvör fyrir það traust sem fyrirtækið sýndi okkur í því.” Ný snyrtilína í bleikjuvinnslu Samherja fiskeldis Önnur sérhæfð vinnsla er bleikjuvinnsla Samherja fiskeldis í Sandgerði en þar var lokið uppsetningu á nýrri snyrtilínu frá DNG Vinnslubúnaði í desembermánuði. Þetta er fjórða snyrtilínan í húsinu en þær fyrri voru framleiddar af Martaki í Grindavík, forvera núverandi starfsstöðvar Slipp­ins Akureyri í Hafnarfirði. Óli Björn segir að markmiðið með þessari línu sé að mæta aukinni framleiðslu í húsinu sem nemur 1000-1200 tonnum á ári en ársframleiðsla hefur verið um 3000 tonn síðustu ár. Sem kunnugt er er bleikjuvinnslan Samherja fiskeldis í Sandgerði ein sú fullkomnasta í heimi en þar eru framleiddar bæði ferskar bleikjuafurðir og laustfrystar vakúmpakkaðar afurðir. „Við erum mjög ánægð með útkomu nýju snyrtilínunnar í Sandgerði. Það er alltaf krefjandi að koma fyrir nýjum búnaði inni í vinnslu og mikilvægt að menn séu hugmyndaríkir að nýta rýmið vel. Bleikjuvinnslan í Sandgerði er hátæknivinnsla sem er með þessum búnaði frá okkur orðin enn betur búin,” segir Óli Björn.
Fleiri færslur
Share by: