DNG R1 færavindur rokseljast á ICEFISH 2024

28. september 2024

Nýja færavindan frá DNG Færavindum, sem heitir DNG R1, hefur rokselst á IceFish 2024 sjávarútvegssýningunni sem lýkur í dag.

Nýja færavindan frá DNG Færavindum, sem heitir DNG R1, hefur rokselst á IceFish 2024 sjávarútvegssýningunni sem lýkur í dag. Að sögn Péturs Veigars Karlssonar sölufulltrúa DNG Færavinda hafa í heildina selst á fjórða tug vinda á sýningunni og straumur manna verið í bás DNG Færavinda á sýningunni.

Pétur segir að nú þegar hafi selst um 20 færavindur og í heildina geti þetta orðið 34 vindur þegar sýningunni lýkur seinna í dag. Það sé mikill áhugi á nýju vindunni og þessi sala hafi farið fram í gær og í dag.

„Hjá DNG Færavindum fengum við til okkar í básinn yfir 100 manns í gær og annað eins í dag. Mest eru þetta strandveiðimenn sem koma til okkar en líka þeir sem eru á kvóta. Líklega er 90% okkar gesta hjá DNG Færavindum strandveiðimenn,” segir Pétur Veigar.

Nýlega kom ný vinda á markaðinn, R1, sem leysir af hólmi DNG 6000 vinduna. Sú vinda var í framleiðslu frá 1995 til 2022. „Það er búið að nútímavæða vinduna með R1 útgáfunni. Það er Wi-Fi tenging á henni og þær tala saman auk þess sem hún er með öðrum skjá og mun betra viðmóti. Við reynum líka að halda uppi góðri þjónustu og allt skilar þetta sér í aukinni eftirspurn,” segir Pétur Veigar.

Fjórar færavindur eru leyfðar í strandveiðibátum og dæmi margir eru að kaupa fleiri en eina. Einum var til dæmis seldar fjórar vindur í einu og svo komu aðilar á básinn í morgun og keyptu fjórar vindur á bát sem þeir eru með í smíðum.

Menn þurfa þó ekki að örvænta því ennþá á DNG Færavindur 50 stykki á lager og framleiðslugetan norður á Akureyri er líka góð, eða allt að 200 vindur á ári. Verið er að auka framleiðslugetuna töluvert fyrir næsta ár. En vindurnar seljast líka út fyrir landsteinana, mest til Noregs, Skotlands og norður Ameríku. 

Nánari upplýsingar: petur@dng.is
15. apríl 2025
Students from the GRÓ Fisheries Training Programme, along with Hreiðar Þór Valtýsson, Associate Professor at the University of Akureyri, during a visit to Slippurinn in Akureyri.
15. apríl 2025
Nemendur frá GRÓ Sjávarútvegsskólanum ásamt Hreiðari Þór Valtýssyni dósent við Háskólann á Akureyri í heimsókn hjá Slippnum á Akureyri.
10. apríl 2025
Slippurinn Akureyri og Íslenska Gámafélagið (ÍGF) hafa gert með sér samning um heildstæða sorphirðuþjónustu með skýra áherslu á flokkun og aukna endurvinnslu. ÍGF mun annast sorphirðu hjá fyrirtækinu og beita lausnum sem draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Innleiðing nýs kerfis hefst eftir sumarleyfi starfsfólks, en stefnt er að fullri útfærslu í haust. Með betri flokkun og meðhöndlun úrgangs má bæði auka nýtingu hráefna, draga úr orkunotkun og minnka mengun. Á sama tíma skapast aukin hagkvæmni þar sem förgunarkostnaður fer hækkandi.
2. apríl 2025
New Handfilleting Line from DNG
2. apríl 2025
Ný handflökunarlína frá DNG
28. mars 2025
Stephen Merricks, tæknistjóri hjá Abyss AS í Kristiansund, um borð í Fosnafjord
Fleiri færslur