Handflökunarlína frá DNG
2. apríl 2025
Einföld og skilvirk lausn fyrir fiskvinnslu

Ný handflökunarlína frá DNG
DNG kynnir nýja handflökunarlínu.
Hún er hönnuð til að tryggja góða meðhöndlun hráefnis og bæta afköst í vinnsluferlinu. Innvigtunarvogin býr til fyrirfram skilgreinda skammta sem eru fluttir til þeirrar vinnustöðvar sem óskaði eftir þeim. Innvigtunin er skráð á viðkomandi starfsstöð eða starfsmann. Vigtun afurða frá starfsmönnum fer fram á pallvog.
Allar skráningar fara inn í Promas hugbúnaðinn sem safnar upplýsingum um framleiðslu, magn, nýtingu og afköst starfsmanna. Þannig fá stjórnendur góða yfirsýn og geta stýrt ferlinu markvissar.
Notendaviðmót línunnar er einfalt og þægilegt. Starfsmenn óska eftir skammti í gegnum innvigtunarvogina.
Lögð er rík áhersla á þægindi í vinnuumhverfi. Hæðarstillanlegir pallar gera starfsfólki kleift að laga vinnustöðina að eigin þörfum.
Einnig er lögð áhersla á að aðgengi að þrifum sé sem best.

Slippurinn Akureyri og Íslenska Gámafélagið (ÍGF) hafa gert með sér samning um heildstæða sorphirðuþjónustu með skýra áherslu á flokkun og aukna endurvinnslu. ÍGF mun annast sorphirðu hjá fyrirtækinu og beita lausnum sem draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Innleiðing nýs kerfis hefst eftir sumarleyfi starfsfólks, en stefnt er að fullri útfærslu í haust. Með betri flokkun og meðhöndlun úrgangs má bæði auka nýtingu hráefna, draga úr orkunotkun og minnka mengun. Á sama tíma skapast aukin hagkvæmni þar sem förgunarkostnaður fer hækkandi.