logo
Þurrsöltunarkar

DNG býður upp á handvirkt þurrsöltunarkar, sem er einföld og sveigjanleg lausn fyrir þurrsöltun á afurðum.

Í ferlinu er salti sturtað ofan í karið, þar sem saltskrúfa flytur það upp úr karinu og í rana. Starfsmaðurinn heldur í handfang á rananum og stýrir honum til að dreifa saltinu jafnt yfir afurðirnar.

Á handfanginu er hnappur sem stjórnar saltskrúfunni. Þegar hnappurinn er virkjaður, flytur skrúfan salt upp í rana, sem dreifir því yfir afurðina á einfaldan og skilvirkan hátt.

Þessi hönnun tryggir auðvelda notkun, nákvæma saltútfærslu og góð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk.

Senda fyrirspurn
Share by: