4602900
slipp@slipp.is
Kerun fer fram á vinnsluþilfari, þar sem full ker eru send niður í lest og safnast saman í stæðum í sjálfvirku magasíni.
Úr magasíninu eru stæður fluttar sjálfvirkt í brautum, og færsluvagn skilar fullri karastæðu á ákveðinn stað í lestinni. Samhliða þessu sendir kerfið tóm ker upp á vinnsluþilfar úr tómkeramagasíni á sjálfvirkan hátt.
Sjálfvirka lestarkerfið sér því um alla færslu á körum í lest meðan skip er við veiðar. Hásetar sjá um að raða fiski í ker uppi á vinnsluþilfari við góðar aðstæður, sem stuðlar að skilvirku vinnsluferli.
Þegar skip kemur í land eftir veiðiferð er öll færsla á körum í lest, við löndun og kerun, alfarið sjálfvirk. Lestin er því ómönnuð við löndun; einungis þarf að stjórna krana við hífingu, og lyftari tekur á móti körum á bryggjunni.
Stærð og umfang lestarkerfa er sérsniðin að þörfum og óskum kaupenda, sem tryggir sveigjanleika og hámarks nýtingu í hverri vinnslu.