logo
Fiskilyfta

Fiskilyftan flytur fisk á milli þilfara með algerri lágmörkun á fallhæð. Hún er sérstaklega hentug lausn fyrir flutning á milli vinnsluþilfars og lestar, þar sem fiskur er fluttur í lokuðu, hólfaskiptu mjúkspyrnufæribandi á lágum hraða niður eftir ryðfríu skáplani. Í stað þess að fiskurinn falli frjálst, er hann fluttur niður við stýrðar aðstæður og hefur aðeins um 40 cm eftir af flutningi þegar honum er sleppt niður á lestarband.

Fiskilyftur frá DNG eru hannaðar til að lágmarka fall úr c.a. 1,5 til 4 metra lóðréttum flutningi á milli þilfara.

Ef lyftan er smíðuð í lúgukarm, er karmurinn frágenginn í samræmi við aðra lúgukarða og stenst allar kröfur flokkunarfélaga hvað varðar hæð, vatnsþéttni og fleira. Auk þess er auðvelt að hífa lyftuna upp úr karmnum fyrir þrif og viðhald.

Stærð fiskilyftunnar er sérsniðin að þörfum viðskiptavinar, hvort sem um ræðir flutning á stórum eða smáum fiski.

Senda fyrirspurn
Share by: