4602900
slipp@slipp.is
V-flokkari DNG er sérhannaður til að flokka þorsk, ýsu og ufsa eftir þykkt og tryggir nákvæmni og skilvirkni í flokkunarferlinu.
Dæmi um notkun V-flokkara er þegar fiskur fer fyrst í sæljón til blæðingar. Að blæðingu lokinni fer fiskurinn sjálfvirkt inn á V-flokkara, þar sem hann er flokkaður í 3–4 stærðarflokka eftir þykkt.
Flokkarinn er sveigjanlegur í uppsetningu og hægt er að staðsetja hann ofan á togaraker eða þvottaker, sem eykur vinnuhagræði og nýtir pláss í vinnslusvæðinu á skilvirkan hátt.
V-flokkarinn er einfaldur í notkun og krefst lágmarks viðhalds, sem stuðlar að minni rekstrarkostnaði og stöðugri framleiðslu.