Þvottaker / Innmötunarker

DNG býður upp á fjölbreyttar útfærslur af innmötunarkerum, bæði fyrir landvinnslur og fyrir vinnslu um borð í skipum.

Hægt er að fá innmötunarker í ýmsum útfærslum:

  • Með áfastri vog fyrir innvigtun.
  • Með ísbandi til að bæta kælingu og flæði.
  • Tengd við sjálfvirkt kerakerfi fyrir aukna skilvirkni í vinnslu.

Innmötunarker frá DNG eru sveigjanleg og hönnuð þannig að auðvelt er að koma þeim fyrir í núverandi vinnslufyrirkomulagi.

Fyrir landvinnslur eru innmötunarker DNG útbúin lofttjakk sem gerir kleift að lyfta öllu færibandinu upp úr kerinu. Þetta einfaldar þrif verulega og tryggir betra hreinlæti í vinnslunni.

Senda fyrirspurn