DNG
býður upp á sérsniðnar lausnir fyrir aðgerðaraðstöðu, bæði fyrir landvinnslu og skip.
Felliborðin
eru hönnuð með þægilegt aðgengi og auðveldar þrif í huga. Hægt er að velja mismunandi leiðir fyrir slor, lifur, gotu og svil, sem tryggir sveigjanleika í vinnsluferlinu.
Einnig er mögulegt að tengja aðgerðarstöðina við flokkara, sem bætir flæði og skilvirkni í framleiðslu.