logo
Niðurleggjari

Niðurleggjari DNG er hannaður til að auka sjálfvirkni í saltfiskvinnslu og bæta vinnsluflæði. Hann minnkar þörfina fyrir mannskap og dregur verulega úr lyftaranotkun.

Niðurleggjarinn leggur flök eða flattan fisk sjálfvirkt í pækil, hvort sem afurðin er sprautuð eða ekki. Hann er hannaður til að virka með öllum helstu saltsprautuvélum, sem eykur sveigjanleika í notkun.

Framleiðendur hafa fulla stjórn á hlutfalli fisks og pækils, sem tryggir stöðugt gæði og hagkvæmni í framleiðsluferlinu.

DNG býður einnig upp á sjálfvirkt færslukerfi á körum fyrir niðurleggjarann, sem stuðlar að enn meiri skilvirkni í vinnslu.

Senda fyrirspurn
Share by: