logo
Karahvolfari

Karahvolfari DNG er hannaður til að sturta afurðum úr körum sjálfvirkt og á skilvirkan hátt.

Karahvolfarinn er fáanlegur fyrir helstu gerðir kara sem notaðar eru í fiskvinnslum í Evrópu. Lyftihæð og hvolfunarhæð hans eru sérsniðnar að þörfum hvers viðskiptavinar, sem tryggir hámarks nýtingu og sveigjanleika.

Karahvolfarinn er fáanlegur sem stakur búnaður eða sem hluti af stærra sjálfvirku karakerfi. Þegar hann er hluti af kerfi er hann oftast notaður til að sturta fiski úr körum og beint inn á vinnslulínur. Ef karahvolfarinn er notaður stakur, er hægt að mata kör inn í hann beint með handlyftara, sem bætir flæði og einfaldar vinnslu.

Sjálfvirk meðhöndlun á körum með karahvolfara dregur úr lyftanotkun, eykur afköst og bætir hagkvæmni í fiskvinnsluferlinu, sem gerir hann að ómissandi hluta nútíma vinnslubúnaðar.

Senda fyrirspurn
Share by: