logo
Kara afstaflari

Kara afstaflari DNG er hannaður til að stafla niður körum sjálfvirkt, sem bætir vinnuflæði og eykur skilvirkni.

Afstaflarinn getur afstaflað bæði fullum og tómum körum og er fáanlegur fyrir helstu gerðir karfa sem notaðar eru í fiskvinnslum í Evrópu.

Hann er oft hluti af stærra sjálfvirku karakerfi og er venjulega notaður til að stafla niður körum þannig að eitt kar fari í einu inn í karahvolfara.

Notkun á sjálfvirkum búnaði eins og kara afstaflara í fiskvinnslum dregur verulega úr lyftanotkun og mannaflaþörf. Auk þess stuðlar hann að auknum afköstum og bættri hagkvæmni í vinnsluferlinu.

Senda fyrirspurn
Share by: