logo
Hitabað

DNG hefur framleitt hitaböð fyrir allar helstu lifrarverksmiðjur á Íslandi og hefur unnið að því að tryggja hágæða vinnslulausnir.

Hitaböð eru notuð til að losa himnuna frá lifrinni, þar sem á milli himnunnar og lifrarinnar geta leynst lifraormar, sem þarf að fjarlægja til að tryggja gæði afurðanna.

Eftir að lifrin fer í gegnum hreinsiborð, er hún sett í hitabaðið, þar sem himnan losnar.

Varmaskiptir er tengdur við karið til að stjórna hitastigi vatnsins, sem er venjulega á bilinu 55–60°C, og tryggir þannig stöðugleika og áhrifaríka vinnslu.

Senda fyrirspurn
Share by: