4602900
slipp@slipp.is
Blokkarpressa DNG er hönnuð til að tryggja rétta dreyfingu á marningi í blokkar ramma og stuðla að jafnvægi í pökkunarferlinu.
Blokkarpressan er tengd við skammtara, sem skammtar marning í blokkar ramma. Tómur blokkar rammi er settur undir blokkarpressuna áður en marningi er skammtað ofan í rammann. Pressan heldur rammann stöðugum og tryggir að marningurinn dreifist jafnt og nákvæmlega um allan rammann.
Blokkarpressuna er einnig hægt að nota fyrir aðrar afurðir, svo sem þunnildi, sem þarf að pakka í blokkar ramma.