Nýtt vinnsludekk fyrir Hildi SH 777 eykur afköst og nýtingu aflans

20. mars 2025

Slippurinn Akureyri vinnur nú af krafti að smíði nýs vinnsludekks fyrir fiskiskipið Hildi SH 777, sem er í eigu Hraðfrystihúss Hellissands hf. 


Hildur SH 777 komin í slipp á Akureyri
Smíði búnaðarins er á lokametrunum og fljótlega munum við hefjast handa við uppsetningu búnaðarins um borð í skipinu.

 

„Smíðin á vinnslubúnaðinum hefur gengið vel og við stefnum á að skipið verði klárt fyrir páska segir Magnús Blöndal, sviðsstjóri DNG Vinnslubúnaðar hjá Slippnum Akureyri. „Starfsfólk Hraðfrystihússins hafa lagt fram mikið af gagnlegum ábendingum í hönnunarferlinu sem skipta sköpum fyrir lokaútfærsluna."


 Hildur SH 777, sem var smíðuð í Danmörku árið 2019, er 33,25 metra löng og 9,4 metra breið. Þetta öfluga skip er sérhannað fyrir bæði tog- og dragnótaveiðar og gegnir lykilhlutverki í bolfiskveiðum fyrirtækisins. 

Örvar Ólafsson, útgerðarstjóri Hraðfrystihúss Hellissands, segir miklar vonir bundnar við nýja vinnsludekkið: „Við búumst við góðri aukningu í afköstum og betri nýtingu aflans. Samstarfið við Slippinn Akureyri hefur gengið afar vel og við hlökkum til að hefja veiðar með nýjum vinnslubúnaði."


Fjárfestingin í nýja vinnsludekkinu samræmist framtíðarsýn Hraðfrystihúss Hellissands um sjálfbæra og hagkvæma vinnslu sjávarafurða, sem hefur einkennt starfsemi fyrirtækisins í meira en sjö áratugi.

Slippurinn Akureyri hefur áratuga reynslu í hönnun og framleiðslu vinnslubúnaðar fyrir fiskiskip og leggur áherslu á gæðalausnir sem styðja við umhverfisvæna og arðbæra útgerð.

Magnús Blöndal og Örvar Ólafsson
15. apríl 2025
Students from the GRÓ Fisheries Training Programme, along with Hreiðar Þór Valtýsson, Associate Professor at the University of Akureyri, during a visit to Slippurinn in Akureyri.
15. apríl 2025
Nemendur frá GRÓ Sjávarútvegsskólanum ásamt Hreiðari Þór Valtýssyni dósent við Háskólann á Akureyri í heimsókn hjá Slippnum á Akureyri.
10. apríl 2025
Slippurinn Akureyri og Íslenska Gámafélagið (ÍGF) hafa gert með sér samning um heildstæða sorphirðuþjónustu með skýra áherslu á flokkun og aukna endurvinnslu. ÍGF mun annast sorphirðu hjá fyrirtækinu og beita lausnum sem draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Innleiðing nýs kerfis hefst eftir sumarleyfi starfsfólks, en stefnt er að fullri útfærslu í haust. Með betri flokkun og meðhöndlun úrgangs má bæði auka nýtingu hráefna, draga úr orkunotkun og minnka mengun. Á sama tíma skapast aukin hagkvæmni þar sem förgunarkostnaður fer hækkandi.
2. apríl 2025
New Handfilleting Line from DNG
2. apríl 2025
Ný handflökunarlína frá DNG
28. mars 2025
Stephen Merricks, tæknistjóri hjá Abyss AS í Kristiansund, um borð í Fosnafjord
Fleiri færslur