4602900
slipp@slipp.is
DNG R1 Færavindan
Færavindur DNG hafa leikið stórt hlutverk á undanförnum árum í framþróun handfæraveiða og eru mikil tímamót nú þegar fyrirtækið er komið fram með nýja kynslóð af vindu sem heitir R1 en næsta kynslóð á undan var C6000 vindan sem kom fyrst á markað árið 1995.
Mótor vindunnar er sérhannaður af DNG fyrir færaveiðar, ekki er þörf fyrir kúplingu eða gír heldur er girnishjólið fest beint á mótoröxulinn. Mótorinn er svokallaður burstalaus þrepamótor. Engin kol eru inn á anker mótorsins heldur er hann útbúinn síseglum. Slitfletir eru einungis á tveimur legum í öxulendunum og viðhald þess í lágmarki.