Fréttir & Tilkynningar

15. apríl 2025
Nemendur frá GRÓ Sjávarútvegsskólanum ásamt Hreiðari Þór Valtýssyni dósent við Háskólann á Akureyri í heimsókn hjá Slippnum á Akureyri.
10. apríl 2025
Slippurinn Akureyri og Íslenska Gámafélagið (ÍGF) hafa gert með sér samning um heildstæða sorphirðuþjónustu með skýra áherslu á flokkun og aukna endurvinnslu. ÍGF mun annast sorphirðu hjá fyrirtækinu og beita lausnum sem draga úr umhverfisáhrifum starfseminnar og stuðla að sjálfbærni í rekstri. Innleiðing nýs kerfis hefst eftir sumarleyfi starfsfólks, en stefnt er að fullri útfærslu í haust. Með betri flokkun og meðhöndlun úrgangs má bæði auka nýtingu hráefna, draga úr orkunotkun og minnka mengun. Á sama tíma skapast aukin hagkvæmni þar sem förgunarkostnaður fer hækkandi.
2. apríl 2025
Ný handflökunarlína frá DNG
Fleiri fréttir

Í sviðsljósinu

DNG R1 Færavindan

Færavindur DNG hafa leikið stórt hlutverk á undanförnum árum í framþróun handfæraveiða og eru mikil tímamót nú þegar fyrirtækið er komið fram með nýja kynslóð af vindu sem heitir R1 en næsta kynslóð á undan var C6000 vindan sem kom fyrst á markað árið 1995.


Mótor vindunnar er sérhannaður af DNG fyrir færaveiðar, ekki er þörf fyrir kúplingu eða gír heldur er girnishjólið fest beint á mótoröxulinn. Mótorinn er svokallaður burstalaus þrepamótor. Engin kol eru inn á anker mótorsins heldur er hann útbúinn síseglum. Slitfletir eru einungis á tveimur legum í öxulendunum og viðhald þess í lágmarki.

Lesa nánar