Fiskvinnslubúnaður í saltfiskvinnslu á Nýfundnalandi frá Slippnum DNG

DNG Snyrtilína tilbúin fyrir Kanadamarkað
DNG Snyrtilína tilbúin fyrir Kanadamarkað

Slippurinn DNG er í óða önn að ljúka framleiðslu á ýmsum búnaði í saltfiskvinnslu Labrador Fishermen's  Union á Nýfundnalandi. Þessi búnaður inniheldur meðal annars snyrtilínu, snigil, afsöltunarkerfi og forritun á allri vinnslunni.

 

„Við höfum heimsótt og kortlagt vinnsluna tvisvar á síðustu mánuðum. Slippurinn DNG framleiðir fjölbreytt úrval af tækjabúnaði fyrir fiskvinnslur. Við bjóðum einnig lausnir og þekkingu í forritun og hugbúnaði til viðskiptavinarins,“ segir Orri Fannar verkefnastjóri hjá Slippnum DNG. „Við sjáum um að forrita allan stýringar fyrir vinnslulínuna í verksmiðjunni, ásamt því að framleiðsluhugbúnaðurinn PROMAS frá Slippnum DNG er notaður til að halda um öll framleiðslugögn.“

 

Gert er ráð fyrir að uppsetningu á verksmiðjunni sé lokið seinni hluta júní. Vertíðin byrjar svo um miðjan júlí. „Í gegnum árin hefur Slippurinn DNG hannað og framleitt vinnsludekk fyrir skipaiðnaðinn og gríðarleg reynsla er innan fyrirtækisins á því sviði. Undanfarin misseri höfum við verið að færa út kvíarnar með hönnun og framleiðslu á heildarlausnum fyrir landvinnslur og er að opnast nýr markaður fyrir okkur með ótal tækifærum.“

 

DNG Kerakerfi frá Slippnum DNG

 

Orri Fannar Jónsson, verkefnastjóri hjá Slippnum DNG